Blikar ósáttir við KR-inga - engar trommur í Vesturbæ

Blikar.
Blikar. Styrmir Kári

Stuðningsmannasveit Breiðabliks hefur verið afar virk í sumar en meðlimir hennar eru margir hverjir ósáttir við það uppátæki KR-inga að banna trommur á heimavelli liðsins í Frostaskjóli en liðin etja þessa stundina kappi í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Fylgst er grannt með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Blikar vissu greinilega af reglunni og hafa með sér í pappaspjald af Kristni Kjærnested formanni knattspyrnudeildar KR en myndina má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert