Myndræn tilþrif á Akureyrarvelli

Valsmenn í úrslit! Emil Atlason spyrnti síðastur í vítakeppninni gegn …
Valsmenn í úrslit! Emil Atlason spyrnti síðastur í vítakeppninni gegn KA og horfir hér á eftir boltanum í netið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni karla í fótbolta í kvöld með því að sigra KA á Akureyrarvelli, eins og fram kom fyrr í kvöld. Staðan var 1:1 eftir hefðbundinn leiktíma og framlengingu og Valsmenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en markvörður þeirra, Ingvar Kale, varði frá Josip Serdarusic.

Hart var barist í leiknum og töluvert um umdeild atvik. KA-menn mótmæltu til dæmis harðlega jöfnunarmarki Vals, töldu að brotið hefði verið á markverði sínum í aðdraganda þess. Þeir vildu einnig fá eina vítaspyrnu í leiknum og Valsmenn tvær. Hér eru nokkrar myndir úr leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert