KR enn og aftur í úrslitin

Almarr Ormarsson í leiknum í kvöld.
Almarr Ormarsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Þórður

KR kom sér í fimmta bikarúrslitaleikinn á sex árum í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn ÍBV í Vesturbænum, 4:1. Hólmbert Aron Friðjónsson átti góðan leik fyrir KR og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum.

Það verða því KR-ingar sem mæta Valsmönnum í úrslitaleiknum þann 15. ágúst í sannkölluðum Reykjavíkurslag.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom KR verðskuldað yfir eftir 23 mínútur. Gonzalo Balbi átti góða sendingu fyrir á Hólmbert sem var einn og óvaldaður í teignum og renndi knettinum snyrtilega í netið, 1:0.

Eyjamenn spiluðu vel eftir markið. Þeir komu sér í nokkur ágæt færi, Hafsteinn Briem átti skalla í slá og Gunnar Heiðar var nærri því að sleppa í gegn.

Á 41. mínútu endurtók hins vegar Hólmbert leikinn þegar hann skallaði knöttinn afar laglega í fjærhornið í stöng og inn eftir sendingu frá Óskari Erni Haukssyni á vinstri kantinum, 2:0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

KR-ingar höfðu mikla yfirburði í síðari hálfleik. Á 54. mínútu áttu Vesturbæingar frábæra sókn. Jacob Schoop var gerði frábærlega, átti gott þríhyrningsspil við Almarr Ormarsson, Daninn sendi baneitraðan bolta þvert inn fyrir vörn Eyjamenn og Óskar Örn Hauksson potaði knettinum í netið rétt á undan Abel Dhaira í markinu, 3:1.

Fjórða markið skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson sem kom inn á sem varamaður eftir frábæran undirbúning Gonzalo Balbi sem lék Tom Skogsrud grátt í vinstri bakverðinum og lagði svo boltann inn á Þorstein sem gat ekkert annað en skorað, 4:0.

Annar varamaður, Bjarni Gunnarsson minnkaði hins vegar muninn fyrir Eyjamenn í sárabætur fyrir Þjóðhátíð eftir hornspyrnu Víðis Þorvarðarsonar, 1:4 og þar við sat og KR-ingar enn og aftur komnir í úrslit.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

KR 4:1 ÍBV opna loka
90. mín. Jonathan P. Barden (ÍBV) fær gult spjald Algjör óþarfi. Háskaleg tækling. Menn haldast samt heilir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert