Ari sá eini á hættusvæði í kvöld

Lars Lagerbäck hefur minnst á það á fréttamannafundum hve ánægður …
Lars Lagerbäck hefur minnst á það á fréttamannafundum hve ánægður hann sé með agann í íslensku leikmönnunum, sem hafi sloppið við óþarfa áminningar. Annað hafi verið uppi á teningnum í síðustu umferð. AFP

Ari Freyr Skúlason er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem færi í leikbann fengi hann gult spjald í leiknum við Holland í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld.

Ari er tvívegis búinn að fá áminningu í undankeppninni til þessa og við þriðju áminningu fá menn eins leiks bann. Ari myndi því missa af leiknum við Kasakstan á sunnudag færi svo að hann fengi áminningu í kvöld.

Aðrir leikmenn íslenska liðsins sem fengið hafa áminningu í keppninni eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason. Lars Lagerbäck, annars þjálfara íslenska liðsins, hefur getið þess sérstaklega á fréttamannafundum hve ánægjulegt sé að íslenska liðið hafi sýnt mikinn aga í sínum leik og ekki fengið óþarfa áminningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert