Jafn herðabreiður og Mila Kunis

Böðvar Böðvarsson er lengst til vinstri. Rúnar Alex Rúnarsson og …
Böðvar Böðvarsson er lengst til vinstri. Rúnar Alex Rúnarsson og Oliver Sigurjónsson eru með honum á myndinni. Eggert Jóhannesson

Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH og íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, þurfti að fara í lyfjapróf eftir 1:0 sigur Íslands á Úkraínu í undankeppni EM í kvöld.

Árni Vilhjálmsson sá til þess að íslenska liðið myndi ná í öll þrjú stigin í Úkraínu í kvöld en liðið er nú í efsta sæti riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki.

Böðvar, sem varð á dögunum Íslandsmeistari með FH, var sendur í lyfjapróf eftir leikinn, en honum þótti það afar undarlegt. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann er sendur í lyfjapróf en hann tjáði sig um það á samskiptavef Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert