Hert öryggisgæsla á leiknum við Ísland

Aron Einar Gunnarsson og Arda Turan koma til með að …
Aron Einar Gunnarsson og Arda Turan koma til með að mætast á Torku Arena í kvöld, frammi fyrir troðfullum leikvangi. mbl.is/Ómar

Ákveðið hefur verið að herða öryggisgæslu á Torku Arena-leikvanginum í Konya vegna leiks Tyrklands og Íslands í lokaumferð undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta er gert vegna hryðjuverkanna í Ankara um helgina.

Tyrkneski miðillinn NTV hefur það eftir yfirmanni öryggismála á Torku Arena að mikill fjöldi lögregluþjóna verði á leikvanginum vegna leiksins. Fyrir löngu er uppselt á leikinn og ljóst að 42.000 manns munu mæta. Ætlunin er að leitað verði kyrfilega á öllum áhorfendum, í töskum þeirra og pyngjum, samkvæmt frétt NTV.

Lögregla mun einnig standa vaktina á helstu stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman í dag, til dæmis á lestarstöðinni og rútustöðinni.

Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma, eða kl. 21:45 að staðartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert