Jafntefli hjá strákunum í Skotlandi

Aron Elís Þrándarson í leik Íslendinga og Frakka í sumar.
Aron Elís Þrándarson í leik Íslendinga og Frakka í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Skotland gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM U21 landsliða en leikið var í Aberdeen í Skotlandi. Ísland er á toppi riðilsins með 11 stig eftir fimm leiki en Skotar eru með 4 stig eftir þrjá leiki.

Leikurinn sjálfur var fremur bragðdaufur. Skotar voru töluvert hættulegri í fyrri hálfleik, án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi. Þeir náðu þó nokkrum skotum á mark Íslendinga en Frederik Schram var við öllu búinn og varði þau skot sem komu á markið.

Hættulegasta færi íslensku strákanna í fyrri hálfleik fékk bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson en hann hitti ekki markið úr ágætu færi. Staðan að loknum fyrri hálfleik því 0:0.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri nema hvað íslensku strákarnir héldu boltanum betur en í þeim fyrri. Liðunum gekk áfram illa að koma boltanum í netið og markalaust jafntefli því niðurstaðan.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Skotland-U21 0:0 Ísland U21 opna loka
90. mín. Callum Paterson (Skotland-U21) fær gult spjald Brýtur á Sindra og hlýtur gult spjald að launum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert