Rautt í kvöld þýðir bann á EM

Aron Einar Gunnarsson er eini leikmaður Íslands sem hefur fengið …
Aron Einar Gunnarsson er eini leikmaður Íslands sem hefur fengið leikbann í undankeppninni. mbl.is/Golli

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eiga á hættu að missa af fyrsta leiknum í sögu liðsins í lokakeppni stórmóts, fái þeir rautt spjald í leiknum við Tyrki í kvöld.

Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi mun dæma leikinn og fari svo að hann reki íslenskan leikmann af velli, tekur viðkomandi leikmaður út leikbann í fyrsta leiknum á EM í Frakklandi næsta sumar.

Almennt gildir að við þriðju áminningu í undankeppninni fari leikmenn í eins leiks bann, en þessi regla gildir ekki fram í lokakeppnina. Það skiptir því ekki máli þó að Kolbeinn Sigþórsson, Ragnar Sigurðsson eða Ari Freyr Skúlason fái sitt þriðja gula spjald í undankeppninni í kvöld.

Enginn leikmanna íslenska eða tyrkneska liðsins er í leikbanni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert