Pablo genginn í raðir ÍBV

Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV er búinn að landa góðum leikmanni.
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV er búinn að landa góðum leikmanni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Pablo Punyed er genginn í raðir ÍBV en frá þessu var greint á fréttamannafundi sem stendur yfir í Skútuvogi í Reykjavík.

Puyned greindi frá því fyrr í dag á twitter síðu sinni að hann ætlaði ekki að spila áfram með Stjörnunni en hann hefur leikið með Garðabæjarliðinu undanfarin ár. Þess í stað skrifaði hann undir tveggja ára samning við Eyjamenn en Bjarni Jóhannsson var á dögunum ráðinn þjálfari liðsins.

Pablo Punyed, sem er landsliðsmaður El Salvador, er þriðji leikmaðurinn sem Stjörnumenn missa úr sínum röðum en miðjumaðurinn Michael Præst er genginn í raðir KR og markvörðurinn Gunnar Nielsen er kominn til Íslandsmeistara FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert