Atli Guðna með mörg tilboð í höndunum

Atli Guðnason er einn af máttarstólpum FH.
Atli Guðnason er einn af máttarstólpum FH. mbl.is/Styrmir Kári

Atli Guðnason, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði FH í knattspyrnu er hefur á undanförnum vikum fengið mörg frábær tilboð frá íslenskum liðum. Er þetta fullyrt á netmiðlinum 433.is. 

Atli segist í samtali við 433.is að mestar líkur sé á því að hann semji aftur við FH. „Þetta er ekki alveg orðið klárt að ég verði í FH en svona næstum. Ég hugsa að ég verði í FH á næsta ári, það eru mestar líkur á því,er haft eftir Atla á 433.is. 

Atli er fæddur árið 1984 og samningur hans við FH rann út að tímabilinu loknu. Atli hefur tvívegis verið kjörinn Knattspyrnumaður ársins á Íslandi. Hann hefur einnig leikið með HK og Fjölni á ferlinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert