Landsliðsfyrirliðinn á skotskónum

Aron Einar Gunnarsson og Arda Turan.
Aron Einar Gunnarsson og Arda Turan. mbl.is/Ómar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var á skotskónum með liði sínu Cardiff City í ensku B deildinni þegar liðið mætti Burnley í dag.   

Leiknum, sem var liður í 18. umferð deildarinnar, lyktaði með jafntefli. Lokatölur í leiknum urðu 2:2, en Cardiff komst tveimur mörkum yfir í leiknum.

Aron Einar skoraði fyrra Cardiff á 41. mínútu leiksins.

Cardiff situr í 10. sæti deildarinnar með 26 stig, en liðið er tveimur stigum frá Birmingham sem situr í sjötta sæti deildarinnar. Liðin í 3. - 6. sæti deildarinnar öðlast þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert