Eiður til Holstein Kiel

Eiður Aron Sigurbjörnsson átti góða leiktíð í Svíþjóð í ár.
Eiður Aron Sigurbjörnsson átti góða leiktíð í Svíþjóð í ár. Ljósmynd/Holstein Kiel

Þýska knattspyrnufélagið sem miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur samið við til sumarsins 2017 heitir Holstein Kiel.

Morgunblaðið greindi fyrst frá því fyrir skömmu að Eiður væri á leið til Þýskalands, og nú hefur Holstein Kiel staðfest vistaskiptin á heimasíðu sinni. Liðið leikur í þýsku C-deildinni og situr þar í 13. sæti af 20 liðum eftir 18 leiki.

Eiður verður gjaldgengur með Holstein Kiel þegar opnað verður fyrir félagskipti um áramótin.

Eiður er 25 ára gam­all miðvörður úr Vest­manna­eyj­um. Hann átti góða leiktíð með Öre­bro í sænsku úr­vals­deild­inni í ár og var fastamaður í byrj­un­arliði liðsins. Hann hef­ur verið á mála hjá Öre­bro frá ár­inu 2011 en var lánaður til ÍBV 2013 og 2014, og til Sand­nes Ulf seinni hluta tíma­bils­ins 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert