Donna farin í Stjörnuna

Donna-Key Henry í leik með Selfossi síðasta sumar.
Donna-Key Henry í leik með Selfossi síðasta sumar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Donna-Key Henry, landsliðskona Jamaíka í knattspyrnu, er gengin til liðs við Stjörnuna og eru  félagaskipti hennar til bikarmeistaranna komin í höfn.

Donna, sem er 25 ára  gömul, lék með Selfyssingum á síðasta tímabili og var þar í stóru hlutverki. Hún skoraði 9 mörk í 17 leikjum í Pepsi-deild kvenna og gerði mark liðsins í 1:2 ósigri gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þá lagði hún upp 7 mörk fyrir Selfoss í deildinni.

Þetta er um leið nokkurt áfall fyrir Selfossliðið sem einnig sér á bak Dagnýju Brynjarsdóttur til Portland Thorns í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert