Ingvar genginn í raðir Sandefjord

Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson Ljósmynd/Adam Jastrzebowsk

Ingvar Jónsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sandefjord og hefur gengið frá þriggja ára samningi við liðið að því er fram kemur á vef félagsins í dag.

Ingvar var samningsbundinn Start sem hann gekk til liðs fyrir síðasta tímabil frá Stjörnunni en hann var síðan lánaður til norska B-deildarliðsins Sandnes Ulf.

Sand­efjord féll úr úr­vals­deild­inni í haust, eft­ir eins árs dvöl, en liðið hefur tekið stefnuna á að endurheimta sæti sitt í deildinni.

Ingvar  lék báða lands­leiki Íslands fyrr í þess­um mánuði, gegn Finn­landi og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, og er í harðri bar­áttu um sæti í ís­lenska landsliðshópn­um fyr­ir Evr­ópu­keppn­ina í Frakklandi í sum­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert