Gylfi fyrstur í lið vikunnar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið á skotskónum með Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið á skotskónum með Swansea. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er að vonum fremstur í flokki þegar horft er til frammistöðu íslenskra knattspyrnumanna í liðinni viku. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea í jafnteflisleikjunum gegn WBA og Crystal Palace og var fyrsti maður sem stillt var upp í lið vikunnar hjá Morgunblaðinu að þessu sinni.

Það er frammistaða leikmanna frá þriðjudegi til mánudags sem höfð er til hliðsjónar þegar liðið er valið og nú birtist það í þriðja skipti.

Sverrir Ingi Ingason, miðvörður Lokeren, er valinn í þriðja sinn og er sá eini sem hefur verið í liðinu í öll skiptin. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Leiknis eiga tvo menn í liðinu.

Lið vikunnar má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert