„Það er gott að vera kominn hingað“

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Skapti Hallgrímsson

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er mættur til Molde þar sem hann mun ganga frá samningum við félagið en hann er í viðtali við Rbnet sem birtist nú í kvöld.

Eiður yfirgaf kínverska félagið Shijiazhung Ever Bright eftir síðustu leiktíð og hefur síðan þá verið að leita sér að liði en Molde hafði sýnt honum mikinn áhuga á síðustu dögum.

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, staðfesti það á dögunum að hann hefði áhuga á að fá Eið til félagsins og nú er það að gerast. Eiður verður kynntur hjá félaginu á morgun en hann vonast til þess að æfa með félaginu þá líka.

„Það er gott að vera kominn hingað. Það er ekkert klárt ennþá en ég er alla vega mættur, svo sjáum við til hvað gerist,“ sagði Eiður við Rbnet.no.

„Ég fer í einhverjar skoðanir í kvöld og svo eitthvað á morgun líka. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig skoðanir en þetta eru einhverjar skoðanir sem mæta kröfunum. Vonandi verð ég klár til þess að æfa á morgun,“ sagði Eiður að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert