Lærdómsríkur leikur

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Grikklandi í vináttulandsleik á Karaiskakis-vellinum, heimavelli Olympiacos, í Pireus í kvöld.

Þetta er einungis í þriðja skipti sem A-landslið þjóðanna leiða saman hesta sína, en liðin mættust tvívegis árið 1992 í undankeppni HM 1994.

Grikkland bar sigur býtum í þeim leikjum, en báðir leikirnir enduðu með 1:0 sigri Grikkja.

Eftir dapra frammistöðu í leiknum gegn Danmörku á fimmtudagskvöldið hefur liðið nýtt tímann vel og farið yfir hvað betur má fara, á æfingum og fundum.

„Við höfum farið rækilega yfir leikinn gegn Danmörku og greint ítarlega hvað betur má fara. Við drógum mikinn lærdóm af leiknum gegn Dönum og það var til að mynda gott að fá að takast á við lið sem spilar með þriggja manna varnarlínu og færir boltann hratt á milli svæða,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið.

Þurfum að slípa svæðisvörnina

„Við náðum ekki að setja nógu grimma pressu á boltamanninn og það skorti öryggi í færslur í varnarleiknum. Við höfum farið vel yfir það hvernig við viljum spila svæðisvörnina á móti liðum sem spila boltanum hratt á milli sín og færa boltann hratt yfir á hættusvæðið,“ sagði Heimir enn fremur um það sem betur mátti fara í leiknum í Danmörku og hvað liðið hafi lært af leiknum.

„Eftir að hafa horft á leikinn aftur þá sáum við nokkra jákvæða punkta sem við getum tekið með okkur. Mér er illa við að taka einstaka leikmenn út fyrir sviga, en það var ýmislegt sem gladdi augað."

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert