Harpa skoraði þrennu í Minsk

Leikmenn Íslands fagnar hér einu af fimm mörkum sínum í …
Leikmenn Íslands fagnar hér einu af fimm mörkum sínum í leiknum gegn Hvít-Rússum. Ljósmynd / Hilmar Þór

Íslenska kvennalandsliðið knattspyrnu nældi í þrjú stig með öruggum 5:0 sigri sínum gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM 2017 í Minsk í dag. Ísland hefur fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og liðið hefur haldið hreinu í þessum fjórum leikjum og skorað 17 mörk.  

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir íslenska liðið og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sitt markið hvor. Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að bæta eigið markamet, en hún hefur nú skorað 76 mörk fyrir íslenska landsliðið. 

Harpa Þorsteinsdóttir hefur eftir þrennu sína skorað 14 mörk fyrir íslenska landsliðið og Dagný Brynjarsdóttir bætti við 16. marki sínu fyrir íslenska liðið. 

Framundan er leikur við topplið riðilsins, Skotland, en liðin mætast í Skotlandi 3. júní næstkomandi. Skotland hefur fullt hús stiga líkt og Ísland, en Skotar hafa leikið einum leik fleiri en íslenska liðið og sitja á toppi riðilsins. 

Hvíta-Rússland 0:5 Ísland opna loka
90. mín. Tatiana Markushevskaja (Hvíta-Rússland) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert