KR og Valur voru sterkust í vetur

Kristinn Freyr Sigurðsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik Vals …
Kristinn Freyr Sigurðsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik Vals og FH í Meistarakeppni KSÍ sem endaði 3:3. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR og Valur koma sterkust til leiks í Pepsi-deild karla í sumar ef marka má úrslit mótsleikjanna í vetur og vor. Reykjavíkurfélögin tvö hafa fengið áberandi flest stig ef útkoma í Reykjavíkurmóti, Fótbolta.net mótinu, Lengjubikarnum og Meistarakeppni KSÍ er lögð saman.

KR spilaði flesta mótsleiki af öllum liðum, sextán talsins, enda voru Vesturbæingar bæði með í Reykjavíkurmótinu og Fótbolta.net mótinu, og fóru síðan alla leið í Lengjubikarnum. Þeir unnu 11 af þessum 16 leikjum og skoruðu 38 mörk gegn 19. Ef bara eru skoðaðir leikir gegn liðum úr efstu deild voru það sjö sigrar og þrjú töp.

Valsmenn léku 13 mótsleiki og töpuðu aðeins einum þeirra. Það var úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins, gegn 1. deildarliði Leiknis R. Þeir voru ósigraðir í átta leikjum gegn liðum úr efstu deild, féllu taplausir út úr Lengjubikarnum og unnu Meistarakeppnina.

Þróttarar skera sig úr

Á hinum endanum sker annað Reykjavíkurlið, Þróttur, sig frá hinum liðum Pepsi-deildar karla. Nýliðar Þróttar töpuðu ellefu af tólf mótsleikjum sínum og skoruðu aðeins þrjú mörk. Eina stig vetrarins kom gegn FH í 0:0 jafnteflisleik liðanna í Fótbolta.net mótinu.

Guðjón Pétur Lýðsson úr Val og Gary Martin voru markahæstu leikmenn undirbúningstímabilsins með 8 mörk hvor. Martin skoraði þrjú fyrstu mörkin fyrir KR eftir áramótin og gerði síðan fimm fyrir Víking R. eftir að hann skipti um félag í febrúarmánuði og færði sig yfir í Fossvoginn.

Helstu markaskorara liðanna má sjá neðst á síðunni. Þar er meðal annars danski framherjinn Mikkel Maigaard, sem fór vel af stað með Eyjamönnum og skoraði fimm mörk fyrir þá. Í hópi þeirra markahæstu eru m.a. nokkrir ungir piltar með litla eða enga reynslu úr efstu deild, Steinar Þorsteinsson úr ÍA, Birnir Snær Ingason úr Fjölni og Elvar Ingi Vignisson úr ÍBV, sem skoruðu fimm til sex mörk hver fyrir sín lið. Spurning hvort einhver þeirra nái að setja mark sitt á Pepsi-deildina í sumar?

Árangur liðanna í öllum mótsleikjum vetrarins

1. KR, 16 leikir og 34 stig
2. Valur, 13 leikir og 28 stig
3. Víkingur R., 13 leikir og 21 stig
4. ÍA, 9 leikir og 19 stig
5. Fylkir, 10 leikir og 19 stig
6. FH, 11 leikir og 18 stig
7. Stjarnan, 9 leikir og 16 stig
8. Fjölnir, 9 leikir og 14 stig
9. ÍBV, 9 leikir og 14 stig
10. Breiðablik, 10 leikir og 13 stig
11. Víkingur Ó., 9 leikir og 12 stig
12. Þróttur R., 12 leikir og 1 stig

Árangur liðanna í innbyrðis leikjum liða úr efstu deild:

1. KR, 10 leikir og 21 stig
2. Valur, 8 leikir og 20 stig
3. ÍA, 6 leikir og 12 stig
4. FH, 7 leikir og 11 stig
5. ÍBV, 6 leikir og 10 stig
6. Stjarnan, 6 leikir og 10 stig
7. Fylkir, 5 leikir og 7 stig
8. Víkingur R. 7 leikir og 7 stig
9. Fjölnir, 4 leikir og 6 stig
10. Víkingur Ó., 6 leikir og 5 stig
11. Breiðablik, 7 leikir og 4 stig
12. Þróttur R., 8 leikir og 1 stig

Markahæstu leikmenn

Leikmenn sem hafa skorað 3 mörk eða fleiri fyrir liðin í mótsleikjunum í vetur og vor:

FH:

Steven Lennon 3, Emil Pálsson 3, Atli Guðnason 3.

Breiðablik:

Atli Sigurjónsson 3.

KR:

Hólmbert Friðjónsson 6, Morten B. Andersen 5, Óskar Örn Hauksson 5, Guðmundur Andri Tryggvason 4, Pálmi Rafn Pálmason 4, Gary Martin 3.

Stjarnan:

Guðjón Baldvinsson 5, Jeppe Hansen 4, Hilmar Árni Halldórsson 4, Veigar Páll Gunnarsson 3, Arnar Már Björgvinsson 3.

Valur:

Guðjón Pétur Lýðsson 8, Haukur Páll Sigurðsson 4, Daði Bergsson 4, Kristinn Freyr Sigurðsson 3.

Fjölnir:

Birnir Snær Ingason 6, Þórir Guðjónsson 6.

ÍA:

Steinar Þorsteinsson 6, Garðar B. Gunnlaugsson 5, Arnar Már Guðjónsson 4.

Fylkir:

José Sito Seoane 5, Ragnar Bragi Sveinsson 5, Garðar Jóhannsson 3.

Víkingur R.:

Gary Martin 5, Ívar Örn Jónsson 5, Stefán Pálsson 5, Viktor Jónsson 4.

ÍBV:

Elvar Ingi Vignisson 5, Mikkel Maigaard 5.

Víkingur Ó.:

Kenan Turudija 5, Hrvoje Tokic 3.

Þróttur R.:

Enginn.

Þessi grein er úr 40 síðna fótboltablaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert