Draumurinn sem rættist - myndskeið

Leikmenn íslenska liðsins fagna sigri gegn Hollandi á Amsterdam ArenA …
Leikmenn íslenska liðsins fagna sigri gegn Hollandi á Amsterdam ArenA í undankeppni EM 2016. Ljósmynd / Koen van Weel

Það styttist óðfluga í að karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefji leik í lokakeppni Evrópumóts landsliða í Frakklandi, en liðið mætir Portúgal í Saint-Étienne í fyrsta leik sínum 14. júní næstkomandi.

N1 hefur sett saman myndskeið sem vekur líklega upp góðar minningar nokkurra leikmanna liðsins og annarra fótboltaáhugamanna.

Þar er brugðið upp myndum frá því þegar Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson léku á N1 mótinu í knattspyrnu og við það blandast eftirminnileg myndskeið frá undankeppni EM 2016, en myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka