Fyrsti sigur Stjörnunnar síðan 12. maí

Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson með boltann en Eyjamaðurinn Pablo Punyed …
Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson með boltann en Eyjamaðurinn Pablo Punyed fylgst grannt með honum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan sigraði ÍBV, 1:0, í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. Stjarnan er eftir leikinn með 14 stig í 4. sæti en Eyjamenn eru í 6. sæti með 13 stig.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Baldur Sigurðsson fékk tvö ágæt færi áður en Arnar Már Björgvinsson skoraði fyrsta mark leiksins.

Arnar fékk sendingu frá Halldóri Orra og skaut að marki en Carrillo í marki ÍBV varði. Arnar fylgdi hins vegar á eftir eigin skoti og skoraði í annarri tilraun.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða og staðan 1:0 fyrir Stjörnuna þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Eyjamenn reyndi sitt besta til að jafna en tókst það ekki þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir. Heimamenn fögnuðu því mikilvægum sigri en þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar í deildinni síðan 12. maí.

Tveir Stjörnumanna voru reknir af velli í leiknum. Fyrst var þjálfarinn, Rúnar Páll Sigmundsson, rekinn upp í stúku en hann var óánægður með dómgæsluna í seinni hálfleik. Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson fékk rautt spjald á síðustu mínútu leiksins en hann virtist slá til Eyjamannsins Sindra Snæs Magnússonar.

Stjarnan 1:0 ÍBV opna loka
90. mín. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) á skot framhjá Prjónaði upp völlinn en skóflaði boltanum yfir markið úr ágætis skotfæri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert