Unnum vel fyrir þessu stigi

Þorsteinn Már Ragnarsson skorar hér seinna mark Víkings Ólafsvíkur í …
Þorsteinn Már Ragnarsson skorar hér seinna mark Víkings Ólafsvíkur í leiknum. Ljósmynd/Alfons Finnsson

„Við getum verið sáttir með eitt stig þegar við skoðum það hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og alveg þangað til að við urðum einum leikmanni færri,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings Ólafsvík, í samtali við mbl.is eftir 2:2 jafntefli gegn Fjölni í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Ólafsvík í kvöld. 

„Við unnum vel fyrir þessu stigi og börðumst vel fyrir hvor annan. Það jákvæðasta við þennan leik er að við lögðum okkur alla fram og sýndum góða liðsheild. Við börðumst sérstaklega vel í seinni hálfleik og náðum í eitt stig sem var fínt úr því sem komið var,“ sagði Þorsteinn Már enn fremur.

„Við fengum líka nokkur færi til þess að tryggja okkur þrjú stig í seinni hálfeik og það hefði til að ég. Það hefði verið rosalega gaman að ná að nýta það færi og það hefði komið okkur í góða stöðu. Svona er hins vegar fótboltinn og það er stutt á milli í þessu. Við tökum þetta stig og höldum síðan áfram að safna,“ sagði Þorsteinn Már um sína frammistöðu og framhaldið hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert