Tufegdzic tryggði Víkingum sætan sigur

Darraðardans í vítateig Víkings í leik liðsins gegn ÍBV í …
Darraðardans í vítateig Víkings í leik liðsins gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Víkingur R. sigraði ÍBV, 2:1, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Fossvoginum í kvöld. Víkingur er eftir leikinn í 6. sæti með 24 stig en ÍBV er með 17 stig í 10. sæti.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksina á 35. mínútu Arnþór Ingi Kristinsson gaf frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍBV á Vladimir Tufegdzic og sá síðarnefndi var einn gegn Carrillo í marki ÍBV og skoraði af öryggi.

Eyjamenn voru ekki lengi að jafna en strax á næstu mínútu var staðan 1:1. Aron Bjarnason spólaði upp hægri kantinn og renndi boltanum inn í markteiginn. Þar var Simon Smidt staddur og hann skoraði með lausu skoti.

Staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik.

Eyjamenn voru ívið sterkari í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér opin færi. Víkingar nýttu sér það og skoruðu sigurmarkið á 89. mínútu leiksins. Varamaðurinn Josip Fucek tók aukaspyrnu rétt fyrir framan miðlínu og lyfti boltanum inn í vítateig. Þar skallaði Vladimir Tufegdzic boltann aftur fyrir sig, yfir Carrillo í markinu, og í markið. Eyjamenn náðu ekki að jafna og Víkingar tryggðu sér sætan sigur.

Víkingur R. 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Simon Smidt (ÍBV) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert