Donni hættir með Þórsara

Halldór Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs í knattspyrnu.
Halldór Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs í knattspyrnu. mbl.is/Skapti

Halldór Sigurðsson, Donni, mun stýra Þórsurum frá Akureyri í síðasta sinn í dag þegar liðið fær KA-menn í heimsókn í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu. Donni tilkynnti stuðningsmönnum Þórs þetta í morgunsárið.

Donni segir í skrifum til stuðningsmanna að vegna fjölskylduástæðna sé hann knúinn til að flytja frá Akureyri á þessum tímapunkti og segir að þetta sé síðasti leikur hans sem þjálfari Þórs, í bili. Hann tók við liðinu fyrir sumarið 2015 eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari Vals. Þá stýrði hann Tindastóli í tvö ár þar á undan.

„Þór er alveg frábært félag og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég lít á það sem sannan heiður að hafa fengið að þjálfa hjá þessu félagi og ég vonast til að fá tækifæri til að stýra Þór aftur síðar,“ segir Donni í skrifum sínum til stuðningsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert