Stefán ráðinn þjálfari Hauka

Stefán Gíslason nýráðinn þjálfari karlaliðs Hauka og Kjartan Stefánsson þjálfari …
Stefán Gíslason nýráðinn þjálfari karlaliðs Hauka og Kjartan Stefánsson þjálfari kvennaliðsins. Ljósmynd/Haukar

Stefán Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í knattspyrnu og leysir hann Lukas Kostic og Þórhall Dan Jóhannsson af hólmi.

Í fréttatilkynningu frá Haukum segir;

Stefán Gíslason hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu erlendis meira og minna í 17 ár með tveimur stoppum hér heima á þeim tíma. Stefán hóf atvinnumennskuferilinn í Englandi 16 ára gamall og þá hefur hann spilað í Noregi, Danmörku, Austurríki og Belgíu. Stefán hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og á rétt rúma 30 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann lauk UEFA A þjálfaragráðunni hjá KSÍ í vor.

Þá verður Kjartan Stefánsson áfram þjálfari kvennaliðs Hauka en undir hans stjórn tryggðu Haukakonur sér sæti í Pepsi-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert