Mikil þjálfaraflétta fyrir norðan

Páll Viðar Gíslason er tekinn við Magna.
Páll Viðar Gíslason er tekinn við Magna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikið hefur verið um þjálfaraskipti fyrir norðan á síðustu dögum þar sem alls fjögur félög hafa skipt um þjálfara í meistaraflokki.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, sem þjálfað hefur kvennalið Þórs/KA undanfarin ár, hefur tekið við Völsungi á Húsavík. Völsungur hafnaði í níunda sæti 2. deildarinnar í ár og var þremur stigum frá falli.

Páll Viðar Gíslason var þjálfari Völsungs, en hann hefur tekið við liði Magna á Grenivík. Magni hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Páll skrifaði undir tveggja ára samning við liðið og tekur við keflinu af Atla Má Rúnarssyni.

Eins og áður hefur komið fram lét svo Halldór Jón Sigurðsson, Donni, af störfum sem þjálfari Þórs. Hann tók við liði Þórs/KA, en við starfi hans í Þorpinu tóku bræðurnir Lárus Orri og Kristján Örn Sigurðssynir.

Siguróli Kristjánsson, sem var aðstoðarþjálfari Þórs/KA, og Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Siguróli Kristjánsson, sem var aðstoðarþjálfari Þórs/KA, og Jóhann Kristinn Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert