Læri mikið af honum

Óttar Magnús Karlsson er hér með bláa treyju Molde en …
Óttar Magnús Karlsson er hér með bláa treyju Molde en hann var kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður félagsins í Noregi í gær. Óttar samdi til þriggja ára við norska félagið sem keypti hann frá Víkingi Reykjavík. Ljósmynd/moldfk.no

„Hann er mjög fínn náungi,“ segir framherjinn Óttar Magnús Karlsson um sinn nýja þjálfara, Ole Gunnar Solskjær, norska markahrókinn sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Óttar Magnús samdi í gær við norska knattspyrnufélagið Molde til þriggja ára, en Molde keypti hann frá Víkingi Reykjavík.

Þetta er í annað sinn sem Óttar yfirgefur Víkinga, en hann fór til hollenska stórliðsins Ajax sumarið 2013 og lék með unglingaliði félagsins en sneri þaðan heim fyrir síðasta tímabil.

Óttar, sem er 19 ára, skoraði sjö mörk í Pepsi-deildinni í sumar og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum. Nú hefur hann samið við Molde, sem varð norskur meistari árið 2014 en endaði í 5. sæti í ár, stigi frá Evrópusæti.

Sjá viðtal við Óttar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert