Frá Grindavík og Ólafsvík í undanúrslit Afríkumótsins

Byrjunarlið Gana fyrir leikinn gegn Malí í gær, með Eshun, …
Byrjunarlið Gana fyrir leikinn gegn Malí í gær, með Eshun, Suleman og Egyir innanborðs. Ljósmynd/@ghanafaofficial

Þrjár knattspyrnukonur frá Gana sem leika með íslenskum liðum eru komnar í undanúrslit Afríkumótsins sem nú stendur yfir í Kamerún.

Þær Linda Eshun, leikmaður Grindavíkur, Samira Suleman og Janet Egyir, leikmenn Víkings í Ólafsvík, eru allar fastamenn í byrjunarliði Gana. Þær Eshun og Suleman skoruðu báðar í gær þegar Gana tryggði sér undanúrslitasætið með sigri á Malí, 3:1. Þar mæta þær Kamerún á þriðjudaginn.

Linda Eshun lék með Víkingi í Ólafsvík 2015 en var svo í Grindavíkurliðinu sem vann sér úrvalsdeildarsæti í haust. Samira Suleman hefur verið í hópi markahæstu leikmanna 1. deildar kvenna tvö síðustu tímabil með Ólafsvíkingum, skorað 23 mörk í 27  leikjum í deildinni, og Egyir kom til Ólafsvíkur fyrir nýliðið tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert