Róbert tekur við Grindavík

Grindavík spilar í efstu deild.
Grindavík spilar í efstu deild. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti í dag ráðningu á nýjum þjálfara kvennaliðsins en Róbert Haraldsson tekur við liðinu.

Róbert hefur þjálfað fyrir norðan síðustu ár en þar þjálfaði hann Hvöt, Tindastól og KS/Leiftur áður en því var breytt í KF. Þá var hann einnig framkvæmdastjóri félagsins. Áður þjálfaði Róbert m.a. karlalið Fjarðabyggðar og kvennalið KVA.

Hann hefur búið erlendis síðustu ár en er nú kominn heim og tekur við kvennaliði Grindavíkur sem leikur í efstu deild næsta sumar. Nihad Hasesic verður honum til aðstoðar.

Grindavík hafnaði í 2. sæti fyrstu deildar á keppnistímabilinu sem var að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert