Eiður Smári: Var dálítið hræddur

Eiður Smári Guðjohnsen ræðir opinskátt um ferilinn í heimildarmyndinni Jökullinn logar, sem Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson gerðu í aðdraganda lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar.

Sölvi og Sæv­ar fengu óheft­an aðgang að landsliðinu og í mynd­inni fylgja þeir því í gegn­um æv­in­týrið sem endaði með því að liðið komst á EM í knatt­spyrnu.Á DVD diskn­um sem er kominn í verslanir eru í boði 120 mín­út­ur af áður óséðu auka­efni.

Meðal annars er rætt við Eið Smára um hans feril og þá sérstaklega meiðslin, sem fyrst var talið að myndu útiloka það að hann gæti spilað knattspyrnu á háu stigi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr viðtalinu.

Sjá einnig: Eiður Smári hrellir landsliðsmenn

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert