Sjö nýliðar fara til Kína

Orri Sigurður Ómarsson er á meðal sjö nýliða í íslenska …
Orri Sigurður Ómarsson er á meðal sjö nýliða í íslenska landsliðinu en hann á að baki 21 leik með 21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valdi sjö nýliða í 22 manna landsliðshóp sem hann tilkynnti rétt í þessu vegna alþjóðlega mótsins sem hefst í Nanning í Kína 10. janúar.

Sex nýliðanna léku með 21-árs landsliðnu á síðasta ári og tveir þeirra, Óttar Magnús Karlsson og Albert Guðmundsson, eru gjaldgengir þar áfram, enda aðeins 19 ára gamlir. Hinir eru Orri Sigurður Ómarsson, Viðar Ari Jónsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Böðvar Böðvarsson. Sjöundi nýliðinn er síðan Sigurður Egill Lárusson, kantmaður úr Val, sem er 24 ára gamall.

Aðeins fimm leikmenn í hópnum voru í 23 manna hópi landsliðsins á EM í Frakklandi síðasta sumar. Það eru markverðirnir Hannes Þór Halldórsson og Ögmundur Kristinsson og þeir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Theódór Elmar Bjarnason.

Þar sem mótið fer fram utan hefðbundinna landsleikjadaga var aðeins hægt að velja leikmenn úr þeim deildum þar sem vetrarfrí er í gangi um þessar mundir. Leikmennnirnir koma allir úr liðum á Norðurlöndunum, nema Albert Guðmundsson sem leikur með PSV í Hollandi.

Ísland mætir Kína 10. janúar og leikur síðan við annaðhvort Króatíu eða Síle um fyrsta eða þriðja sætið á mótinu.

Hópurinn er þannig skipaður, landsleikjafjöldi fyrir framan nöfnin:

MARKVERÐIR:
40 Hannes Þór Halldórsson, Randers
12 Ögmundur Kristinsson, Hammarby
  0 Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

VARNARMENN:
65 Birkir Már Sævarsson, Hammarby
55 Kári Árnason, Malmö
  8 Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
  5 Kristinn Jónsson, Sarpsborg
  0 Orri Sigurður Ómarsson, Val
  0 Viðar Ari Jónsson, Fjölni
  0 Böðvar Böðvarsson, FH

MIÐJUMENN:
32 Theódór Elmar Bjarnason, AGF
19 Arnór Smárason, Hammarby
  6 Björn Daníel Sverrisson, AGF
  4 Guðlaugur Victor Pálsson, Esbjerg
  1 Aron Sigurðarson, Tromsö
  1 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki
  0 Sigurður Egill Lárusson, Val
  0 Albert Guðmundsson, PSV Eindhoven

SÓKNARMENN:
  5 Elías Már Ómarsson, Gautaborg
  4 Kjartan Henry Finnbogason, Horsens
  3 Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
  0 Óttar Magnús Karlsson, Molde

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert