Margir nálægt aðalhópnum

Þorgrímur Þráinsson og Heimir Hallgrímsson glaðbeittir eftir sigur á Tyrkjum …
Þorgrímur Þráinsson og Heimir Hallgrímsson glaðbeittir eftir sigur á Tyrkjum í undankeppninni sem stendur yfir. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í áhugaverðu spjalli ásamt aðstoðarmönnum sínum, þeim Helga Kolviðssyni aðstoðarþjálfara og Guðmundi Hreiðarssyni, markvarðaþjálfara landsliðsins, í Kína á dögunum þar sem rætt var um íslenskan fótbolta á almennari nótum en gengur og gerist.

Viðtalið má sjá hér neðst í fréttinni.

Spurður um stöðuna á íslenskum fótbolta í dag og hvernig hún hefur breyst á undanförnum árum sagði Heimir: 

„Það er kannski hægt að splitta þessu upp í stöðuna akkurat núna, árangurslega, og hvert við erum að stefna. Við erum búin að ná góðum árangri, bæði karlalandsliðið og kvennalandsliðið. Það sem mér finnst við sjá karlamegin er að það eru fleiri leikmenn sem koma til greina. Hópurinn sem er í kringum þetta landslið er að þéttast. Mér finnst það áberandi í þessari ferð hversu margir leikmenn eru spennandi og þurfa í rauninni ekki að bæta sig mikið til þess að virkilega banka á dyrnar og komast í þennan aðalhóp. Ég held að það sé jákvætt,“ sagði Heimir.

Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson voru teknir í gott spjall …
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson voru teknir í gott spjall í Kína. KSÍ

„Við erum komnir á ansi góðan stað í þessu landsliði. Við erum búin að vera í nokkuð langan tíma í kringum 20. sæti á styrkleikalista FIFA. Ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur, þá verða auðvitað leikmennirnir að gera það. Eðlilega, ef þetta væri hástökk er þetta hámarkshæð sem einhver gæti ekki farið yfir. Þá verða hinir sem koma á eftir að bæta sig það mikið að þeir komist yfir þessa hæð. Alltaf hefur maður einhver takmörk fyrir því hversu langt maður getur farið, þó að það eigi einhvern veginn alltaf að vera hægt að bæta sig,“ sagði Heimir Hallgrímsson meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert