Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi

Ísland leikur á Algarve-bikarnum í mars, sem er liður í …
Ísland leikur á Algarve-bikarnum í mars, sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í júlí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að tilkynna leikdagskrá á hinum árlega Algarve-bikar í Portúgal sem fram fer í byrjun mars. Þar tekur íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þátt sem fyrr, en mótið fer fram fjórum og hálfum mánuði fyrir EM í Hollandi.

Tólf þjóðir taka þátt í mótinu í stað átta síðasta vor, og leikið er í þremur riðlum. Íslenska liðið er í B-riðli með Japan, Noregi og Spáni, og spilar fyrsta leikinn gegn Noregi 1. mars.

Tveimur dögum síðar mætir Ísland liði Japans, og síðasti leikur riðilsins er svo 5. mars gegn Spánverjum.

Þau tvö lið sem verða með besta árangurinn úr riðlunum þremur mætast svo í úrslitaleik 8. mars. Sigurliðið í þriðja riðlinum mætir svo liðinu með besta árangurinn í öðru sæti í leiknum um þriðja sætið.

Í A-riðli leika Kan­ada, Dan­mörk, Portúgal og Rúss­land, en í C-riðli eru Ástr­al­ía, Kína, Hol­land og Svíþjóð. Eng­in þeirra þjóða sem Ísland er í riðli með á EM í sum­ar leik­ur í Al­gar­ve-bik­arn­um að þessu sinni, en Ísland er í C-riðli með Frakklandi, Aust­ur­ríki og Sviss á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert