Tveir sterkir Brassar í Grindavík

Thaisa á 29 landsleiki fyrir Brasilíu.
Thaisa á 29 landsleiki fyrir Brasilíu. Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við brasilísku landsliðskonurnar Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva.

Thaisa er miðjumaður sem á 29 landsleiki fyrir Brasilíu. Hún var í byrjunarliðinu í þrem af fjórum leikjum liðsins á HM í Kanada 2015 og spilaði hún allan leikinn í 16-liða úrslitum, er Brasilía féll óvænt úr leik gegn Ástralíu. 

Rilany er sóknarmaður og á þrjá landsleiki. Þær spiluðu báðar úrslitaleikinn á Suður-Ameríkumótinu árið 2014, er Brasilía varð meistari eftir sigur á Kólumbíu. Þær voru samherjar hja Ferroviária í heimalandinu, sem og Tyresjö FF í Svíþjóð þar sem þær urðu Evrópumeistarar.  

Greinilegt er að liðsstyrkurinn er gríðarlegur fyrir Grindavík, sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar eftir fimm ára veru í 1. deild. 

Þar með hafa þrjár erlendar landsliðskonur samið við Grindavík fyrir komandi tímabil en Carolina Mendes frá Portúgal er einnig gengin til liðs við nýliðana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert