Hannes stjórnaði víkingaklappinu (myndskeið)

Heimir Hallgrímsson og Hannes Þór Halldórsson voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna.
Heimir Hallgrímsson og Hannes Þór Halldórsson voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/Facebook

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var látinn stýra víkingaklappinu á hinni virtu verðlauna­hátíð Laur­eus sem fór fram í Mónakó í gærkvöld.

Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyr­ir hin ýmsu íþrótta­afrek á síðasta ári. Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu var til­nefnt í tveim flokk­um.

Ann­ars veg­ar var landsliðið til­nefnt í flokki fram­fara árs­ins, fyr­ir ár­ang­ur sinn á EM í Frakklandi í sum­ar og hins veg­ar var vík­ingaklappið til­nefnt fyr­ir að sam­eina land og þjóð á meðan á móti stóð, sem og eft­ir mótið. 

Svo fór að Nico Ros­berg, heims­meist­ar­inn í Formúlu 1, fékk verðlaun fyr­ir fram­far­ir árs­ins og U12 ára lið Barcelona fékk verðlaun fyr­ir augna­blik árs­ins, fyr­ir að hugga leik­menn Omiya Ardija eft­ir að hafa unnið þá í úr­slita­leik heims­meist­ara­móts­ins í ár­gang­in­um.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Hannes stýra víkingaklappinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert