Valur vann ÍR í markaleik

Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö í dag.
Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmenn höfðu betur gegn ÍR-ingum í fyrsta leik Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Lokatölur urðu 5:2 í miklum markaleik. 

Það tók Reykjavíkurmeistara Vals aðeins níu mínútur að komast yfir er Sigurður Egill Lárusson skoraði úr víti og var það eina mark fyrri hálfleiks. ÍR-ingarnir Hilmar Þór Kárason og Guðfinnur Þórir Ómarson skoruðu hins vegar tvö mörk með skömmu millibili í síðari hálfleik og var staðan skyndilega orðin 2:1, þeim í vil. 

Þá tóku Valsmenn við sér og og skoruðu fjögur mörk á síðustu 20 mínútum leiksins og tryggðu sér góðan sigur. Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö mörk fyrir Val og þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Haukur Páll Sigurðsson voru með eitt mark hver. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert