Fimm fastamenn vantar

Rúrik Gíslason (t.h.) kemur í landsliðshópinn eftir nokkra fjarveru.
Rúrik Gíslason (t.h.) kemur í landsliðshópinn eftir nokkra fjarveru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklega þarf að fara fjögur og hálft ár aftur í tímann til að finna forföll sem komast eitthvað í líkingu við þau sem nú eru í kringum mótsleik hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu.

Eins og fram hefur komið verður Ísland án nokkurra fastamanna þegar liðið mætir Kósóvó í fyrsta skipti á knattspyrnuvellinum. Leikurinn fer fram föstudagskvöldið 24. mars og er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM í fjóra mánuði.

Fyrir liggur að þeir Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki leikfærir vegna meiðsla auk þess sem Theodór Elmar Bjarnason er í leikbanni. Þá hafa bæði Kára Árnason og Arnór Ingvi Traustason glímt við meiðsli að undanförnu en eru í hópnum.

Sjá umfjöllun um forföllin í landsliðinu fyrr og nú í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert