KR burstaði Eyjamenn

Óskar Örn Hauksson skoraði tvívegis gegn ÍBV.
Óskar Örn Hauksson skoraði tvívegis gegn ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR-ingar léku Eyjamenn grátt í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag þegar liðin áttust við í Egilshöllinni en lokatölur urðu 4:0, Vesturbæingum í hag.

Mörkin komu öll á síðasta hálftímanum. Pálmi Rafn Pálmason og Finnur Orri Margeirsson komu KR í 2:0 um miðjan síðari hálfleik og Óskar Örn Hauksson bætti við tveimur mörkum undir lokin. Þá voru Eyjamenn orðnir tíu eftir að Óskar Elías Óskarsson fékk rauða spjaldið. Upplýsingar um atvikin eru af fotbolti.net.

Þetta var fyrsta tap Eyjamanna í keppninni en KR og ÍBV eru nú bæði með 7 stig á toppi riðilsins og eiga einn leik eftir hvort. Leiknir R. er með 6 stig, Selfoss 4, Fylkir 4 og Fjölnir 3 stig en Fylkir og Selfoss voru að hefja leik rétt í þessu í Egilshöllinni. Það er því afar tvísýn barátta um hvaða tvö lið fara áfram og þau eiga öll nema Fjölnir möguleika á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert