Sigurmark Almars og KA í góðri stöðu

Almarr Ormarsson skoraði sigurmark KA.
Almarr Ormarsson skoraði sigurmark KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA sigraði Hauka naumlega, 1:0, þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í dag.

Almarr Ormarsson skoraði sigurmark KA-manna tíu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni, samkvæmt urslit.net.

Þetta var þriðji sigur KA í fjórum leikjum og liðið á góða möguleika á að komast í átta liða úrslit. FH og KA eru efst með 9 stig, Keflavík er með 7 stig og Víkingur R. 6 stig þegar einni umferð er ólokið.

Tvö efstu liðin komast áfram en KA fær Keflavík í heimsókn í lokaumferðinni og það er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram. FH-ingar mæta Gróttu og eiga því alla möguleika á að komast í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert