Strákarnir töpuðu í Georgíu

Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ræðir við strákana á æfingu í Tibilisi.
Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ræðir við strákana á æfingu í Tibilisi. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu tapaði fyrir Georgíu, 3:1, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Tibilisi í dag.

Georgía komst yfir strax á 7. mínútu leiksins. Fyrirgjöf barst þá inn í teiginn og leikmaður heimamanna stökk hærra en Alfons Sampsted sem var til varnar og skallaði í netið. Staðan 1:0 í hálfleik fyrir Georgíu.

Á 59. mínútu jafnaði Ísland. Eftir aukaspyrnu inn á teig var Hans Viktor Guðmundsson kominn upp að endamörkum og renndi boltanum fyrir þar sem Viktor Karl Einarsson kom á ferðinni og skoraði.

Aðeins fjórum mínútum síðar gerði Eyjólfur Sverrisson tífalda skiptingu, þar sem allir útileikmenn liðsins fóru af velli. Aðeins markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hélt sinni stöðu. Og skömmu eftir það kom annað mark Georgíu.

Vörn Íslands var þá sofandi og Georgía náði stungusendingu inn á teiginn, þar sem Georgíumenn léku á milli sín í teignum og skiluðu boltanum auðveldlega í netið. Á 88. mínútu kom svo þriðja mark Georgíu eftir skyndisókn. Íslenska liðið var þá komið fram á völlinn, en Georgía refsaði grimmilega. Lokatölur 3:1.

Liðin eigast aftur við á laugardaginn og á þriðjudaginn í næstu viku mæta Íslendingar liði Sádi-Arabíu í vináttuleik á Ítalíu.

Allir leikmenn Íslands voru að spila sinn fyrsta leik með U21-árs landsliðinu nema Albert Guðmundsson, en byrjunarliðið var þannig skipað:

Markvörður:
Sindri Krist­inn Ólafs­son, Kefla­vík

Varn­ar­menn: 
Al­fons Samp­sted, Norr­köp­ing
Sindri Scheving, Val
Hans Vikt­or Guðmunds­son. Fjölni
Axel Óskar Andrés­son, Bath City

Miðju­menn:
Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
Júlí­us Magnús­son, He­eren­veen
Vikt­or Karl Ein­ars­son, AZ Alk­ma­ar
Jón Dag­ur Þor­steins­son, Ful­ham

Sókn­ar­menn:
Tryggvi Hrafn Har­alds­son, ÍA
Al­bert Guðmunds­son, PSV Eind­ho­ven

Varamennirnir sem komu inná: Steinar Þorsteinsson, Aron Ingi Kristinsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Ari Leifsson, Orri Sveinn Stefánsson, Hörður Ingi Gunnarsson, Kristófer Konráðsson, Ægir Jarl Jónasson, Grétar Snær Gunnarsson, Birnir Snær Ingason.

Viktor Karl Einarsson, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði mark Íslands.
Viktor Karl Einarsson, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði mark Íslands. Ljósmynd/@AZAlkmaar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert