Byrjunarliðið gegn Sádi-Arabíu

Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ræðir við strákana á æfingu í Tibilisi.
Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ræðir við strákana á æfingu í Tibilisi. Ljósmynd/KSÍ

U21 árs landslið karla í knattspyrnu mætir Sádi-Aröbum í vináttuleik á Ítalíu í dag en flautað verður til leiks klukkan 13.

Þetta er þriðji vináttuleikur U21 árs liðsins á skömmum tíma en liðið lék tvo leiki gegn Georgíumönnum í Tbilisi síðustu viku. Georgíumenn unnu fyrri leikinn, 3:1, en 4:4 jafntefli varð í seinni leiknum.

Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson hefur valið byrjunarlið Íslands og það er þannig skipað:

Markörður: Sindri Kristinn Ólafsson.

Varnarmenn: Alfons Sampsted, Axel Óskar Andrésson, Hans Viktor Guðmundsson, Sindri Scheving.

Miðjumenn: Ásgeir Sigurgeirsson, Viktor Karl Einarsson, Grétar Snær Gunnarsson, Jón Dagur Þorsteinsson.

Sóknarmenn: Albert Guðmundsson (fyrirliði) og Arnór Gauti Ragnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert