Aldís Kara ekki með FH vegna áhugaleysis

Aldís Kara Lúðvíksdóttir í leik með FH í fyrra.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir í leik með FH í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Framherjinn Aldís Kara Lúðvíksdóttir mun ekkert leika með FH í sumar eftir að hafa tekið sér frí frá knattspyrnuiðkun. Neistinn hefur ekki verið til staðar hjá henni í vetur.

Þetta kemur fram á fotbolti.net. Þar segir Orri Þórðarson þjálfari FH að Aldís hafi ekki fundið nægilegan áhuga á undirbúningstímabilinu til þess að halda áfram að æfa og eftir að hafa verið í fríi í nokkrar vikur er endanlega ljóst að hún snýr ekki aftur í sumar.

Al­dís Kara, sem er fædd árið 1994, er upp­al­in í FH en hún lék með liðinu til 2013. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur þá tókst henni að gera 53 mörk í 54 leikj­um fyr­ir fé­lagið.

Hún samdi við Breiðablik fyr­ir fjórum árum en hún lék alls 50 leiki og skoraði þá 17 mörk fyr­ir fé­lagið. Meiðsli settu einnig strik í reikn­ing­inn hjá henni en hún sneri aftur til FH fyrir síðasta sumar.

Al­dís á að bakið 28 lands­leiki fyr­ir yngri landslið Íslands og hef­ur hún þá skorað 19 mörk í þeim leikj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert