Ísland gerði jafntefli við Ungverja

Byrjunarlið íslenska liðsins gegn Ungverjalandi í leik liðanna á þriðjudaginn.
Byrjunarlið íslenska liðsins gegn Ungverjalandi í leik liðanna á þriðjudaginn. Ljósmynd/FB-síða KSÍ

Íslenska U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu gerði 1:1-jafntefli við Ungverjaland þegar liðin mættust í vináttulandsleik á Grosics Gyula Stadion í Tatabánya í Ungverjalandi í morgun. Það var Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði mark Íslands með þrumufleyg af vinstri kantinum á 25. mínútu leiksins.

Lið Íslands var þannig skipað: Telma Ívarsdóttir - Dröfn Einarsdóttir, Melkorka Katrín Fl. Pétursdóttir (Margrét Eva Sigurðardóttir), Mist Þormóðsdóttir Grönvold, Anna Rakel Pétursdóttir - Andrea Mist Pálsdóttir (f) (Isabella Eva Aradóttir), Selma Sól Magnúsdóttir (Kristín Dís Árnadóttir), Rannveig Bjarnadóttir (Elma Mekkin Dervic) - Guðrún Gyða Haralz (Eva María Jónsdóttir), Thelma Lóa Hermannsdóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir (Ásdís Karen Halldórsdóttir).

Ísland og Ungverjaland mættust einnig í vináttulandsleik ytra á þriðjudaginn var, en þá hafði ungverska liðið betur með tveimur mörkum gegn engu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert