Lennon með þrennu á Skipaskaga

ÍA og FH áttust við í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Skipaskaga í dag og lauk viðureigninni með 4:2 sigri FH þar sem Steven Lennon gerði þrennu fyrir Íslandsmeistarana. Staðan í hálfleik var 2:2. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Í fyrri hálfleik komust FH-ingar yfir með marki Steven Lennons, Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði og kom síðan ÍA yfir með öðru marki sínu en Lennon svaraði og þar við sat í fjörugum fyrri hálfleik þar sem FH var sterkari aðilinn, en að því er ekki spurt, heldur hversu oft menn koma boltanum yfir marklínuna.

Í seinni hálfleik bætti Kristján Flóki Finnbogason þriðja marki FH við og Lennon fullkomnaði síðan þrennuna með fjórða markinu. Þrjú fyrstu stig meistaranna komin í hús.

ÍA 2:4 FH opna loka
90. mín. Bara viðbótartími eftir, en hann er þrjár mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert