Þrenna Söndru Maríu gegn Grindavík

Sandra María Jessen hleypur fagnandi til Stepheny Mayor til þakka …
Sandra María Jessen hleypur fagnandi til Stepheny Mayor til þakka fyrir frábæra sendingu, eftir að sú fyrrnefnda gerði þriðja mark sitt og fjórða mark leiksins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsliðskonan Sandra María Jessen er greinilega að nálgast sitt fyrra form eftir hnémiðsli og gerði þrennu þegar Þór/KA og Grindavík mættust í 8. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum á Akureyri. 

Þór/KA vann 5:0 stórsigur og Sandra lagði auk þess upp mark fyrir Stephany Mayor sem þakkaði fyrir sig með því að leggja upp eitt af mörkum Söndru. Fimmta og síðasta mark Akureyringa var sjálfsmark. Varnarmaðurinn Hulda Björg Hannesdóttir átti tvær stoðsendingar í leiknum. 

Þór/KA er eftir sem áður á toppi deildarinnar, nú með 24 stig, en Grindavík er í sjöunda sæti með 6 stig.

Það var ljóst frá upphafi hvaða lið var ósigrað á toppi deildarinnar. Heimakonur spiluðu virkilega vel og komust yfir eftir ellefu mínútna leik. Stephany Mayor skoraði markið eftir að varnarlína gestanna sofnaði á verðinum.

Staðan var ekki 1:0 lengi því á 15. mínútu skoraði Sandra María með flottu skoti úr teignum eftir að markmaður gestanna hafði misst fyrirgjöf yfir sig.

Það var svo á markamínútunni, að Sandra María skoraði aftur með fínu skoti og kom heimakonum í 3:0. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leikurinn róaðist aðeins í seinni hálfleik en heimakonur í Þór/KA voru þó enn þá með öll völd á vellinum.

Á 85. mínútu náðu heimakonur svo inn fjórða marki sínu. Þar var að verki Sandra María Jessen sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu og fullkomnaði hún þar með þrennuna.

Sandra María Jessen, fremst af þeim svartklæddu, skallar boltann af …
Sandra María Jessen, fremst af þeim svartklæddu, skallar boltann af krafti í markið eftir hornspyrnu Stephany Mayor. Þetta var þriðja mark Söndru Maríu í leiknum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þór/KA 5:0 Grindavík opna loka
90. mín. Grindavík fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert