Sigrar hjá Breiðabliki og Stjörnunni

Frá leik Grindavíkur og Breiðabliks.
Frá leik Grindavíkur og Breiðabliks. Ljósmynd/Víkurfréttir

Breiðablik og Stjarnan unnu leiki sína í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Stjarnan vann Fylki á heimavelli, 1:0, og Breiðablik hafði betur gegn Grindavík á útivelli, 5:0.

Stjarnan var töluvert sterkari aðilinn gegn Fylki í Garðabænum en mörkin stóðu á sér. Agla María Albertsdóttir sá um að gera eina markið á 21. mínútu. Stjarnan er því enn í þriðja sæti með 19 stig. Fylkir er hins vegar í næstneðsta sæti með fjögur stig. 

Breiðablik átti ekki í vandræðum með Grindavík. Fanndís Friðriksdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt í þægilegum 5:0 sigri. Breiðablik er í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Þór/KA. Grindavík er í 8. sæti með sex stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert