Stóðum vel í Eyjakonum

Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka (til hægri).
Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka (til hægri). Ljósmynd/Haukar

„Ég er mjög sáttur við margt í leiknum, en mér fannst mörkin mjög ódýr og þannig hefur það verið aðeins í sumar. En við vorum klaufaleg í fyrsta markinu fannst mér og örugglega í öðru markinu líka. En ég er sáttur við spilamennskuna,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, eftir 3:0 tap gegn ÍBV í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. 

„Við reyndum fyrir þennan leik að þétta okkur meira heldur en við höfum verið að gera. Við höfum verið kjánalega opin í undanförnum leikjum og vorum því að reyna að þétta varnarleikinn ásamt því að reyna að opna leikinn á annan hátt heldur en við höfum verið að gera.“

Haukar eru einungis með eitt stig eftir 9 leiki og útlitið ekki bjart. Næsti leikur er í bikarnum gegn ÍBV, er ekki erfitt að undirbúa sitt lið fyrir það?

„Jú auðvitað er það erfitt, en það sem stelpurnar eru að upplifa hér í dag, þær eru að spila á móti sterku ÍBV-liði sem er að gera það gott í Pepsi-deildinni. Ég verð að segja eins og er þá kom liðið mitt mér á óvart og við vorum góð en klaufar í þessum mörkum. Við stóðum vel í Eyjakonunum,“ sagði Kjartan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert