Vorum talsvert sterkari í seinni

Orri Þórðarson.
Orri Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var heldur betur frábær frammistaða en því miður fengum við ekkert út úr leiknum, þótt við höfum átt það skilið að fá þrjú stig,“ sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH, eftir svekkjandi tap gegn Þór/KA á heimavelli í dag. Þór/KA skoraði sigurmark leiksins þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. 

„Hugarfarið var frábært og hvernig þær lögðu sig fram. Skipulagið var gott og í seinni hálfleik vorum við að láta boltann ganga vel og áttum möguleika á að klára þennan leik. Við vorum að skapa möguleika með fyrirgjöfum og annað, þótt við höfum ekki fengið nein algjör dauðafæri. Við vorum talsvert sterkara liðið í seinni hálfleiknum.“

Orri segir að mark Þór/KA hafi komið úr hálffæri, sem var eina færi Þór/KA í leiknum. 

„Stelpurnar voru búnar að gera þetta mjög vel allan leikinn og væng-bakvörðurinn þeirra kemst upp kantinn og á sendingu og hún skorar. Þetta var í rauninni bara hálffæri. Þetta var frábær skalli hjá henni og ég man varla eftir öðru færi í leiknum hjá þeim,“ sagði Orri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert