Kafað ofan í kjaramál

Þorvaldur Árnason, formaður Félags deildadómara, fylgist með baráttu Davíð Þórs …
Þorvaldur Árnason, formaður Félags deildadómara, fylgist með baráttu Davíð Þórs Viðarssonar og Pálma Rafns Pálmasonar. mbl.is/Árni Sæberg

„Einu tekjurnar okkar af einhverju viti koma inn á sumrin, hitt er bara nánast pylsupeningar,“ segir knattspyrnudómarinn Þorvaldur Árnason, formaður Félags deildadómara (FD), í samtali við Morgunblaðið, sem í dag fjallar ítarlega um launamál dómara hér á landi.

Félag deildadómara sagði upp kjarasamningi sínum við KSÍ síðasta haust og samdi til skamms tíma á ný í mars síðastliðnum. Sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil og standa vonir til að starfshópur sem skipaður hefur verið geti tekið þátt í því að greiða úr kjaramálum dómara til lengri tíma fyrir næsta tímabil. Í hópnum munu meðal annars sitja fulltrúar frá KSÍ, FD og hagsmunasamtökunum Íslensks toppfótbolta.

„Það var ósætti um kjörin. Kröfurnar eru búnar að aukast svo svakalega undanfarin ár; það er ekki langt síðan menn þurftu að vera klárir bara hálfum mánuði fyrir Íslandsmót en nú er farið fram á æfingar allan ársins hring. Mótin byrja í janúar og sum fyrr, svo við erum oft bara í mánaðarfríi á ári. Það er af sem áður var þegar tímabilið var rúmir þrír mánuðir,“ segir Þorvaldur, en það er ekki bara launin sem á að kafa í heldur heildarumgjörð dómgæslunnar.

Betri umgjörð og fagmennsku

„Við viljum draga félögin að borðinu líka svo þetta sé ekki bara KSÍ að semja við okkur, heldur sé ábyrgð hjá félögunum líka. Við sem erum alþjóðadómarar hérna erum bornir saman við menn frá Englandi og Spáni sem dæmi. Við viljum lyfta þessu upp á hærra plan hér á landi, fá meiri fagmennsku og betri umgjörð í kringum þetta,“ segir Þorvaldur.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun er ítarlega fjallað um launamál knattspyrnudómara hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert