Stjarnan í slag við ósigrandi Króata og KÍ

Rúna Sif Stefánsdóttir skorar fyrir Stjörnuna í heimaleiknum gegn Zvezda …
Rúna Sif Stefánsdóttir skorar fyrir Stjörnuna í heimaleiknum gegn Zvezda frá Rússlandi fyrir tveimur árum. Það dugði þó ekki til sigurs. mbl.is/Golli

Stjarnan er sigurstrangleg í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu en dregið var í riðlana í gær. Stjarnan mun væntanlega berjast við króatísku meistarana Osijek um efsta sætið.

Osijek verður á heimavelli en riðilinn er leikinn í Króatíu dagana 22. til 28. ágúst og sigurliðið fer í 32ja liða úrslit keppninnar sem fram fara í október.

Hin tvö liðin sem Stjarnan mætir eru færeysku meistararnir KÍ frá Klaksvík og makedónsku meistararnir Istatov.

Þetta er í fjórða sinn á sex árum sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni. Síðast þegar Garðbæingar voru með, 2015, unnu þeir sinn riðil á Kýpur og sigruðu þá einmitt KÍ, 4:0.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert